MAUS Stixx Pro V10
MAUS Stixx PRO V10 er sjálfvirkt eldvarnatæki sem slekkur eldinn áður en hann dreifir sér.
Þessa verðlaunuðu uppfinningu er hægt að setja upp í hvaða litla rými sem er, þar sem eldur getur komið upp. Það fer sjálfkrafa í gang við 170°C hita og fyllir rýmið af kalíumríkum reyk sem gleypir í sig hitann, truflar efnaferla í brunanum og slekkur með því eldinn. PRO V10 er tvöfalt öflugra en PRO V5.
Eldsupptök verða í rafmagnstöflum af mismunandi ástæðum. Lélegar rafleiðslur, brotnir og gallaðir íhlutir, of lausar eða fastar tengingar, eldingar, gamlar rafleiðslur, yfirspenna og margt fleira geta valdið hættu á eldsvoða sem geta verið lífshættulegir.
91.990 kr.
Tæknin að baki MAUS Stixx Pro
Eldvarnir þróaðar fyrir geimferðir
Fasta efnið samanstendur aðallega af kalíumsameindum. Kalíumsindurefni eru mjög virk og trufla efnabruna með því að hlutleysa vetnis-, súrefnis- og hýdroxíðsindurefni í eldinum. Þar sem agnúðar innihalda örsmáar agnir í gasi verða áhrifin mun skilvirkari við slökkvistarf en hefðbundin duftslökkvitæki. Fallhraði agnanna minnkar með minna þvermáli og yfirborðsflatarmálið verður stórt í hlutfalli við þyngd agnanna sem leiðir til þess að loftmótstaðan verður tiltölulega mikil í samanburði við þyngdarkraftinn. Þetta leiðir til þess að agnirnar svífa lengur og draga því úr líkum á að eldurinn skjóti aftur rótum. Slökkvikrafturinn á þyngdareiningu er á milli 3-10 sinnum meiri en fyrir halon og koltvísýring (CO2).